Færsluflokkur: Bloggar

Tvískinnungsháttur.

Það er ss. í lagi að drepa spendýr, bara ekki þau sem lifa í sjónum? Mun meira (og betra) kjöt sem fæst fyrir hvert líf þessara spendýra en nokkurs landsspendýrs. Fyrir utan það auðvitað að þessi dýr þurfa ekki að þjást allt sitt líf í einhverjum básum en það er efni í ritgerð fyrir eitthvert Greenpeace fríkið!

Eins væri gaman að sjá hvort þessar keðjur bjóði ekki upp á Norskar, Japanskar eða Bandarískar vörur því allar þessar þjóðir hafa síðustu ár veitt fleiri hvali en við (förum nú frammúr Bandaríkjamönnum miðað við núverandi kvóta en stofnstærðin hér við land er álitin vera 10x stærri en sá sem Bandaríkjamenn veiða úr), engu líkara en Bretar ætli að halda áfram að níðast á okkur vegna stærðar okkar enda vel vitað um minnimáttarkennd þeirra gagnvart Bandaríkjunum.

Frá mínum bæjardyrum er ekkert dýr heilagt nema Náhvelið af því að þeir eru AWESOME!! sbr:

http://www.weebls-stuff.com/toons/Narwhals


mbl.is Breskar verslunarkeðjur mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabundin undanþága?

er bara alls ekki nóg!

 Fyrir utan það að fiskveiðistjórnunarkerfið þeirra er ekki það eina sem er ónýtt þarna austur frá. Eigum litla sem enga samleið með mörgum þessara þjóða og lýsandi fyrir ástandið að Olli Rehn skuli hafa kallað mögulega aðild Íslands hvalreka fyrir sambandið! Við með allar okkar auðlindir, mannauð og möguleika!

 Ágætis myndband svona til mótvægis við fréttaflutning íslensku baugsmiðlanna!


mbl.is Vill Ísland í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikið hefur olían raunverulega hækkað?

Heimsmarkaðsverð á olíu á sama tíma í fyrra var nálægt $100 á tunnuna, á þeim tíma var $1 = 67,54 kr, ein tunna af olíu kostaði því 6754 kr.

Í dag er heimsmarkaðsverð á Olíu $35 á tunnuna, $1 kostar 111,96 kr. Ein tunna af olíu kostar því 3918 kr.

10.02.2008 = 6754

10.02.2009 = 3918

 Lækkun upp á rúm 40%

 

Ég er nú búinn að vera bíllaus í mikið meira en eitt ár en ég er þess nokkuð viss að Bensínlíterinn kostaði ekki 233 kr á sama tíma í fyrra, því það er verðið sem hefði þurft að vera á honum til að þessi 40% lækkun væri búin að skila sér!


mbl.is 12% dýrara að fara í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski

Maður skrifi einhverntíman hérna en ég útbjó þessa síðu þó eingöngu til að kommentin mín falli ekki inní komment annarra eins og gerist svo gjarnan þegar maður kommentar í þessu blog.is kerfi.

 

þangað til: www.svartilistinn.com ! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband