Hversu mikið hefur olían raunverulega hækkað?

Heimsmarkaðsverð á olíu á sama tíma í fyrra var nálægt $100 á tunnuna, á þeim tíma var $1 = 67,54 kr, ein tunna af olíu kostaði því 6754 kr.

Í dag er heimsmarkaðsverð á Olíu $35 á tunnuna, $1 kostar 111,96 kr. Ein tunna af olíu kostar því 3918 kr.

10.02.2008 = 6754

10.02.2009 = 3918

 Lækkun upp á rúm 40%

 

Ég er nú búinn að vera bíllaus í mikið meira en eitt ár en ég er þess nokkuð viss að Bensínlíterinn kostaði ekki 233 kr á sama tíma í fyrra, því það er verðið sem hefði þurft að vera á honum til að þessi 40% lækkun væri búin að skila sér!


mbl.is 12% dýrara að fara í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigur!

Ég er auðvitað enginn viðskipta- eða hagfræðingur svo það má vel vera að dæmið sé flóknara en ég set það upp. Ef svo er megið þið endilega upplýsa mig!

Sigur!, 10.2.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Sigur!

Fann verð frá skeljungi, og skv: http://www.shell.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=643 var verðið á lítrann fyrir ári síðan 139,2 kr sem er ca 5 kr ódýrara heldur en það er í dag!!! Svo það er ekki nóg með að þeir séu að stinga þessum 40% í vasann heldur gott betur en það!

Sigur!, 10.2.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Þetta er vondukalla iðnaður, mér sýnist á öllu að olíufélög séu að láta rekstraörðuleika sína bitna á neytenda svo ég skil ekki af hverju það kemur ekki bara nýtt og ferskt olíufélag sem getur selt á kostnaðarverði!

Tryggvi Hjaltason, 11.2.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband