Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Sæll Sigur! (stjórnlagaþing)
Þakka þér fyrir stuðninginn og spurningarnar. Það er rétt að á þessum tveim hugtökum sé munur. Þegar ég tala um "jafnræði" á ég sérstaklega við það sem felst í jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það hefur áður verið orðað sem "trygging fyrir jöfnum tækifærum á grundvelli laga". Þetta er sá skilningur og meining sem ég legg í hugtakið jafnræði. Ég er ekki skráður félagi í feministafélagi Íslands. Ég er hins vegar í jafnréttisfélagi af öðrum toga. Ég er varaformaður félags um foreldrajafnrétti. Ég er dálítið á móti þeirri almennu skilgreiningu á jafnrétti sem virðist hafa skotið föstum rótum í okkar samfélagi. Jafnrétti á ekki að snúast um kyn, þó vissulega halli kynjaskipt í ýmsum málum. Heyrnalausir Íslendingar finnst mér gott dæmi; Það er auðveldara fyrir pólskumælandi einstakling að fá afgreiðslu á sínu tungumáli í banka heldur en þann sem talar íslenskt táknmál. Njóta heyrnalausir jafnréttis á Íslandi? Börn foreldra sem búa ekki saman njóta sannarlega ekki jafnréttis á við börn foreldra sem hafa sama lögheimili. Það er svo margt í þessu og mun meira heldur en feministafélag getur gert, nú eða maskúlistafélag ef út i það er farið. Hvað varðar vefpóst og facebook aðgang þá bætti ég snarlega úr því. Ég var hreinlega ekki búin að átta mig á þessu. Mér þykir þó ekki verra að svara opinberlega. Ég vona að þetta skýri eitthvað, ef það er eitthvað fleira þá hvet ég þig eindregið að hafa samband. Bestu kveðjur Nína Sæm frambjóðandi 9409
Nína Björg Sæmundsdóttir, fim. 25. nóv. 2010